Námskeið í sjalaprjóni Stephen West - Vertices Unite
Námskeið í sjalaprjóni Stephen West - Vertices Unite
Prjónum saman vinsæla sjalið Vertices Unite eftir meistara Stephen West. Kennari námskeiðs er Guðný Traustadóttir eigandi Garn og Gjafir. Við prjónum enska uppskrift þar sem hluti námskeiðsins að læra að lesa uppskriftir á ensku. Námskeiðið hefst 29.október og munum við hittast fjórum sinnum yfir ca. mánaðar tímabil. Dagsetningar gætu breyst með fyrirvara. Námskeiðið er fyrir þau sem eru vön að prjóna en langar að prjóna enskar uppskriftir og læra helstu skammstafanir og hugtök. Námskeiðið verður haldið að Urriðalæk 19 á Selfossi kl. 19-21. Einnig verður fb grúbba þar sem við getum skipst á myndum og hægt er að fá aðstoð.
Sjalið er til í 2 stærðum og við ætlum að prjóna minna sjalið. Hér er hægt að kaupa uppskriftina: https://www.ravelry.com/patterns/library/vertices-unite og kostar uppskriftin 7 Evrur eða ca.kr1.050,- Hægt er að kaupa uppskriftina fyrir þá sem það vilja.
Það þarf 5 mismunandi liti af garni, eða fleiri, fer eftir vali hvers og eins. Garn og Gjafir selur garnið í uppskrifttina og verða í boði garnpakkar eða þú velur sjálf/ur. Hægt að koma áður en námskeiði hefst og kaupa garn.
Prjónfestan er 24 L / 48 umf - 10 cm á prjóna nr. 4.
29.október. Veljum garn og fitjum upp. Förum yfir helstu skammstafanir og fyrir næsta hitting á að vera búið að prjóna hluta 1 og 2.
7.nóvember - Byrjum á hluta 3
12.nóvember - Hittumst og tökum stöðuna
26.nóvember - Allir hlutar komnir og við byrjum á I-Cord kantinum utan um sjalið
Auka hittingur ódagsettur þar sem við hittumst með sjölin og tökum myndir og skálum
Garnmagn í hverjum lit:
A - 137 m
B - 142 m
C - 82 m
D - 87 m
E - 123 m
Samtals ca. 571 meter af garni